LÍN - ótrúlega harðir í horn að taka

Ég reyndi að tala við þau hjá LÍN en regluverkið þeirra er svo þéttskrifað að engin leið var að ná sambandi við einhverja manneskju sem gat skoðað sjálfstætt málin og tekið ákvörðun.

Það verður því að benda á menntamálaráðherra og spyrja fyrir hvern LÍN eigi að virka. Fyrir mér lítur þetta út sem að þeir efnaminni hafi í raun ekki efni á að fara í nám, þrátt fyrir stefnu og hlutverkslýsingu LÍN. Vandamálið er að fólk kemst ekki að þessu fyrr en á reynir.


mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Þetta er svo rétt....dóttir mín á í mesta basli með LÍN þó hún sé enn í námi og eigi ekki að borga af la´ninu fyrr en ári eftir að námi lýkur. Þetta er heilalaus stofnun sem skilur ekki mælt mál né skrifað, hversu oft sem þeim er sent málið svart á hvítu og hversu mörg símtöl eru hringd.

TARA, 5.5.2009 kl. 17:31

2 identicon

Ég hef átt samskipti við þessa þrjóta hjá LÍN og hef hvergi kynnst öðrum eins vinnubrögðum og hörku við innheimtu. Það þyrfti að skipta þarna algerlega út liði og fá inn stjórn sem hefur tilfinningar.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband