Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Getur vont versnað?

Ég skil ekki af hverju við ættum að vera að stressa okkur á S&P, eða hvaða jöðru matsfyrirtæki sem er þessa dagana. Lánshæfishorfur íslenska ríkisins eru í ruslflokki og spurning hversu lengi vont getur versnað?

Það verður ekki fyrr en þessi deila er leyst sem við gætum átt von á því að litið verður með öðrum augum á okkur. Ekki ætla ég að fá í magann þótt einhverjir strákar í London ógni okkur fyrir hönd viðskiptavina sinna.

Hinsvegar er ég hissa á að Norðurlöndin skuli haga sér eins og leppríki Breta og Hollendinga.

Skil Dani þó vel í því að vilja kenna íslendingum lexíu eftir allan þann hroka sem íslenskir "bissness"menn hafa sýnt í Danmörku.


mbl.is Lánshæfishorfur ríkisins versna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að hóta innrás?

Þegar svona er sagt á opinberum vettvangi, þá dettur mér helst í hug að Bretar og Hollendingar hóti því að senda innrásarher til Íslands.
mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að hýða foreldra skemmdarvarganna.

Foreldrar eru búnir að missa áhuga og börnin bera enga virðingu fyrir neinu sem er sagt við þau. Þau vantar að sjá að það fylgi afleiðingar af svona aðgerðum og það verður aldrei gert neitt til að skamma þau.

Foreldrar velta ábyrgð yfir á skóla og stofnanir og telja sig stikkfrí. Núna er bara byrjað að ganga of langt og óöld að færast yfir. Einhvers staðar verður að draga mörkin og segja hingað og ekki lengra.

 Guttormur var stolt samstarfsverkefni foreldra og barna sem bar mikla þýðingu í huga allra sem sáu og skildu vinnuna og merkinguna á bakvið þetta verk.

 Þetta samfélag er sjúkt af aðgerðaleysi ef enginn tekur að sér að fylgja því eftir að refsa skemmdarvörgunum svo að það verði öðrum börnum víti til varnaðar.


mbl.is Brann til kaldra kola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍN - ótrúlega harðir í horn að taka

Ég reyndi að tala við þau hjá LÍN en regluverkið þeirra er svo þéttskrifað að engin leið var að ná sambandi við einhverja manneskju sem gat skoðað sjálfstætt málin og tekið ákvörðun.

Það verður því að benda á menntamálaráðherra og spyrja fyrir hvern LÍN eigi að virka. Fyrir mér lítur þetta út sem að þeir efnaminni hafi í raun ekki efni á að fara í nám, þrátt fyrir stefnu og hlutverkslýsingu LÍN. Vandamálið er að fólk kemst ekki að þessu fyrr en á reynir.


mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein vonarglæta í svartnættinu

Þetta er frábært. Fyrirtækin fara á hausin, launakröfur lækka, afborganir húsnæðislána hækka, sem og allar innfluttar vörur, þ.m.t. matur vegna gengislækkana.

Ráðstöfunartekjur fólks eru því töluvert minni og greinilega í stíl við nýjan raunveruleika fólks sem mun eyða næsta áratug í að borga fyrir svallveislur bankamanna.

 Frábært!


mbl.is Ein vonarglæta í svartnættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krydsild = kryddsíld eða skotlína

Tungumálakunnátta íslendinga hefur alltaf verið einstök. Ef menn kunna næstum því tungumál, þá þykir það nóg.

Skemmtilegt dæmi um það er þýðingin á danska fréttaskýringa og viðtalsþáttnum "Krydsild" sem forsprakkar fréttamennsku á Íslandi sneru yfir í Kryddsíld og bjóða upp á bjór og með því. Fyndið og elegant í sama pakka.

Krydsild er samsett úr tveimur orðum, kryds og ild, og á að þýða "í skotlínu" og er samkvæmt því nærmynd af ákveðnum málum í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Ég vona bara að fólk almennt fatti það og geri kröfur í stil við það.

Flott grein hjá Einari Má Guðmundssyni.


mbl.is Kryddlegin Baugshjörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverfandi traust

Ætli þetta skipti nokkru máli lengur allt saman. Íslendingar eru álitnir hryðjuverkamenn, traust á fjármálamarkaði er hrunið og næsta skref er auðvitað að standa undir þessum væntingum og fá allan heiminn til að líta á okkur sem aumingja.

flott hjá Kaupthing!


mbl.is Kaupþing borgaði ekki af samúræjabréfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvati að framtíð?

Þetta var öllu verra!

Með öðrum orðum, eina leiðin til að eiga möguleika á sómasamlegu lífi á Íslandi í framtíðinni er að afsala sjálfstæði til einhvers ríkis sem er tilbúið að taka reikninginn fyrir þessu ástandi.

Hvað heldur í ungt fólk með menntun og getu til að flytjast búferlum til einhvers annars lands og setjast þar að til frambúðar?

Það þarf eitthvað stórt að gerast núna til að efla traust almennings á að Ísland sé sá staður sem vænlegur er til að ala upp börnin sín.

Ég hélt að við myndum vera fyrsta þjóðin til að fara á hausinn í þessari hrinu, standa sterk upp aftur og berjast fyrir nýrri og betri framtíð. Þessi framsetning kollvarpar þeirri pælingu. Ég ætla ekki að sætta mig við hærri skatta og minni þjónustu, þá get ég alveg eins búið í Danmörku!


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitum ekki langt yfir skammt

Mér hlýnaði óneitanlega um hjartaræturnar að lesa þessa frétt um stuðning Færeyinga. Bjóðum Færeyingum í heimsókn og höldum góða veislu fyrir þessa ágætu þjóð. Þeir kunna að forgangsraða

 

kv
TG


mbl.is Vinarkveðja frá Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirvegun

Eitthvað segir mér að Hollendingar höndli þetta mál af mun meiri yfirvegun og festu heldur en Bretar.
Ímyndið ykkur ef breski forsætisráðherrann hefði haldið ró sinni og metið stöðuna á svipaðan hátt, gert sambærilega yfirlýsingu, þá hefði þetta örugglega aldrei orðið mál og innistæður hefðu haldið.

Það þarf að kortleggja atburðarásina, það sem var sagt og stefna síðan Breska ríkinu fyrir hrun Kaupþings vegna lyga og rangfærslna forsætisráðherra síns sem áttu sér ítrekað stað. Þetta er orðið að ofsókn Breta gegn Íslendingum.


mbl.is Hollensk stjórnvöld tryggja hag Icesave reikningshafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband