Hvati að framtíð?

Þetta var öllu verra!

Með öðrum orðum, eina leiðin til að eiga möguleika á sómasamlegu lífi á Íslandi í framtíðinni er að afsala sjálfstæði til einhvers ríkis sem er tilbúið að taka reikninginn fyrir þessu ástandi.

Hvað heldur í ungt fólk með menntun og getu til að flytjast búferlum til einhvers annars lands og setjast þar að til frambúðar?

Það þarf eitthvað stórt að gerast núna til að efla traust almennings á að Ísland sé sá staður sem vænlegur er til að ala upp börnin sín.

Ég hélt að við myndum vera fyrsta þjóðin til að fara á hausinn í þessari hrinu, standa sterk upp aftur og berjast fyrir nýrri og betri framtíð. Þessi framsetning kollvarpar þeirri pælingu. Ég ætla ekki að sætta mig við hærri skatta og minni þjónustu, þá get ég alveg eins búið í Danmörku!


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ísland óbyggilegt, allir landsmenn fluttir í flóttamannabúðir á Jótlandsheiðum, hmm?

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Þorvarður Goði

Var ekki hugmynd að færa Íslendinga til Jótlandsheiða í lok 19.aldar?

Þorvarður Goði, 13.10.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Átjándu, í Móðuharðindunum -- en þetta er reyndar orðum aukið, það nefndi einhver þessa lausn á ríkisráðsfundi og það var fært inn í fundargerðina, en var samt aldrei *plan*.

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband